GRINDVÍKINGAR ÓTRÚLEGIR - BJÖRGUÐU SÉR FRÁ FALLI ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ
Grindvíkingar sigruðu Valsmenn 3:1 í lokaumferð Landssímadeildinni í knattspyrnu og björguðu sér frá falli þriðja árið í röð í lokaleik. Nágrannar þeirra úrKeflavík léku við KR í Frostaskjóli og máttu þola tap 3:2 og þriðja neðsta sæti deildarinnar.Valsmenn komust yfir 0:1 og leiddu í hálfleik. Þrjú mörk heimamanna gulltryggðu Grindvíkingum þriðja árið í röð veru sína í efstu deild. Guðjón Ásmundsson jafnði leikinn fyrir heimamenn og varnarmaðurinn Stevo Vorkapic kom þeim yfir 2:1. Ólafur Ingólfsson gerði svo út um leikinn á lokamínútunni þegar hann skoraði þriðja markið.Heimamenn voru að vonum gulir og glaðir. Þeir hafa níu líf og hafa aldrei fallið niður um deild, ótrúlegt en satt. Einu slæmu ef hægt er að tala um slæmar fréttir fyrir Grindvíkinga eru þær að Grétar Ólafur Hjartarson er undir smásjá erlendra liða og hann fer á morgun til viðræðna við norska úrvalsdeildarliðið Lilleström.Grindvíkingar og Keflvíkingar enduðu því báðir með 19 stig en Keflvíkingar mega bíta í það súra epli að hljóta þriðja neðsta sæti vegna markamuns.