Grindvíkingar óstöðvandi í Bónusdeild karla
Grindavík hélt sigurgöngu sinni í Bónusdeild karla áfram í kvöld en þeir tóku á móti Tindastólsmönnum. Stuðningsmenn voru smeykir fyrir leikinn þar sem tvo leikmenn vantaði, þá Kristófer Breka Gylfason og stórstjörnuna Deandre Kane en það kom ekki að sök og öruggur Grindavíkursigur staðreynd, 91-75.
Njarðvíkingar fengu nýliða Ármanns í heimsókn í Icemar-höllina og unnu sömuleiðis öruggan sigur, 99-75.
Keflvíkingar leika annað kvöld á heimavelli á móti Álftanesi.
Grindavík-Tindastóll 91-75 (27-14, 24-16, 23-21, 17-24)
Grindavík: Khalil Shabazz 33/5 fráköst/7 stoðsendingar, Arnór Tristan Helgason 20, Unnsteinn Rúnar Kárason 11, Jordan Semple 10/9 fráköst/8 stoðsendingar, Daniel Mortensen 8/10 fráköst, Ragnar Örn Bragason 6/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 3/8 fráköst, Isaiah Coddon 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.
Tindastóll: Dedrick Deon Basile 15/8 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 14/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13, Ivan Gavrilovic 10/10 fráköst, Ragnar Ágústsson 9/4 fráköst, Davis Geks 4/7 fráköst, Adomas Drungilas 4/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3, Júlíus Orri Ágústsson 3, Víðir Elís Arnarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson
Áhorfendur: 478
Njarðvík-Ármann 99-75 (21-15, 30-24, 24-25, 24-11)
Fyrsti leikur Njarðvíkinga án Mario Matasovic en hann sleit krossbönd í síðasta leik og verður ekki meira með á þessu tímabili.
Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 32/11 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 21/9 fráköst, Brandon Averette 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Julio Calver De Assis Afonso 13/12 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 10, Guðmundur Aron Jóhannesson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Bóas Orri Unnarsson 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0.
Ármann: Lagio Grantsaan 18/9 fráköst, Daniel Love 17, Marek Dolezaj 14/10 fráköst/6 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 12/5 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 8/6 fráköst, Jakob Leifur Kristbjarnarson 5, Kári Kaldal 1, Jóel Fannar Jónsson 0, Valur Kári Eiðsson 0, Frosti Valgarðsson 0, Alfonso Birgir Gomez Söruson 0.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson, Federick Alfred U Capellan
Áhorfendur: 350







