Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar of stór biti fyrir Reynismenn
Úr leik Reynis og Grindavíkur. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mánudagur 7. janúar 2013 kl. 08:22

Grindvíkingar of stór biti fyrir Reynismenn

Úrvalsdeildarlið Grindvíkinga í körfubolta karla átti ekki í teljandi erfiðleikum með lið Reynis Sandgerði þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni í körfubolta í gær, sunnudag. Lokutölur urðu 66-112 Grindavík í vil en Reynismenn börðust hetjulega en Íslandsmeistararnir reyndust einfaldlega of sterkir í þetta sinn fyrir liðið úr 1. deildinni. Þess má geta að Grindvíkingar eru sem stendur efstir í úrvalsdeild á meðan Reynismenn verma botnsæti 1. deildar, það er því töluverður styrkleikamunur á liðunum og í raun frábær árangur hjá Reyni að komast þetta langt í keppninni.

Reggie Dupree reyndist Grindvíkingum erfiður en hann skoraði alls 31 stig fyrir Sandgerðinga í leiknum, aðrir voru ekki eins atkvæðamiklir í sóknarleiknum. Hjá Grindvíkingum var Aaron Broussard með 22 stig en Grindvíkingar skiptu stigunum nokkuð bróðurlega á milli sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gangur leiks eftir leikhlutum: (17-26, 19-28, 17-22, 15-36)

Tölfræði leiks:

Reynir S.: Reggie Dupree 31, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 9, Bjarni Freyr Rúnarsson 8/4 fráköst, Alfreð Elíasson 6, Elvar Þór Sigurjónsson 4, Eyþór Pétursson 4, Þórður Freyr Brynjarsson 3, Egill Birgisson 2, Ólafur Geir Jónsson 1/4 fráköst, Halldór Theódórsson 0, Hinrik Albertsson 0, Einar Thorlacius Magnússon 0.

Grindavík: Aaron Broussard 22/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16, Ólafur Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 9/4 fráköst, Ryan Pettinella 9/5 fráköst, Samuel Zeglinski 8, Davíð Ingi Bustion 7/6 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5, Þorleifur Ólafsson 4/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 3, Ómar Örn Sævarsson 0.