Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar náðu ekki þrennunni
Mynd Skúli Sig/Karfan.is
Fimmtudagur 1. maí 2014 kl. 21:30

Grindvíkingar náðu ekki þrennunni

KR Íslandsmeistarar í Röstinni

KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla eftir 79-87 sigur á Grindavík í Röstinni í kvöld. KR vann einvígið því 3-1 og komu um leið í veg fyrir að Grindvíkingar næðu að landa þriðja Íslandsmeistaratitli sínum í röð. Úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin er þá kláruðu KR-ingar leikinn á vítalínunni. Leikurinn hafði verið jafn og spennandi framan af og leiddu Grindvíkingar með tveimur stigum í hálfleik. Að loknum þriðja leikhluta var staðan svo jöfn 59-59 og allt útlit fyrir æsispennandi baráttu um titilinn. Grindvíkingar náðu svo forystu fljótlega en náðu ekki að halda henni til loka leiks þar sem KR-ingar reyndust öflugir á lokasprettinum.

Tölfræðin:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-KR 79-87 (18-18, 25-23, 16-18, 20-28)

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/14 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.

KR: Martin Hermannsson 26/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/10 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 14, Darri Hilmarsson 13/4 fráköst, Demond Watt Jr. 8/13 fráköst/5 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ólafur Már Ægisson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0.