Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar mörðu sigur á Selfossi
Jón Axel var frábær með Grindavík gegn FSu. Ljósmynd/karfan.is
Föstudagur 16. október 2015 kl. 00:01

Grindvíkingar mörðu sigur á Selfossi

Grindavík hóf leik í Domino´s deild karla í körfuknattleik er liðið mætti FSu í Iðu á Selfossi í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og urðu lokatölur 85-84 Grindavík í hag.
FSu byrjaði leikinn betur og náði mest 14 stiga forskoti í fyrri hálfleik. Grindavík hóf seinni hálfleikinn vel og var ekki á því að láta sigurinn renna sér úr greipum. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og fór svo að Grindavík vann nauman sigur 85-84.

 
Stigahæstir í liði Grindavíkur voru þeir Jón Axel Guðmundsson með 16 stig og þeir Páll Axel Vilbergsson, Jóhann Árni Ólafsson og Hilmir Kristjánsson gerðu allir 13 stig.
 
Stigahæstir hjá FSu voru þeir Ari Gylfason með 23 stig og Christopher Anderson setti niður 17 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024