GRINDVÍKINGAR MISSA GRÉTAR
Norska úrvalsdeildarliðið Lillestrøm hefur gert Grindvíkingnum Grétari Hjartarsyni tilboð og taki hann því leikur hann við hlið landsliðsmannanna Rúnars Kristinssonar og Heiðars Helgusonar. Í ljósi mikils áhuga innanlands sem erlendis á Grétari og knattspyrnuhæfileikum hans er talið víst að ferli hans með Grindavíkurliðinu sé á enda runninn. Grétar varð annar markahæsti leikmaðurinn í Landssímadeildinni, ásamt Bjarka Gunnlaugssyni.