Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með yfirburði
Fimmtudagur 8. desember 2005 kl. 00:43

Grindvíkingar með yfirburði

Grindvíkingar sigruðu KR-inga í kvöld í Iceland express deild kvenna þar sem

Jerica Watson átti góðan leik með 23 stig og 17 fráköst. Hjá KR var

Vanja Pericin atkvæðamest með 15 stig.

 

Grindvíkingar byrjuðu betur í fyrsta leikhluta en KR-ingar voru þó aldrei

langt á eftir og endaði sá fjórðungur 9-16 Grindvíkingum í hag. Í öðrum

leikhluta hertu leikmenn Grindavíkur róðurinn í vörninni og gerðu í raun út um

leikinn en hálfleikstölur voru 18-38. Í þriðja og fjórða leikhluta var

um einstefnu að ræða þar sem Jerica Watson réð ríkjum og áttu KR-ingar

ekkert svar við henni að þessu sinni. Leikurinn endaði 40-77 í auðveldum

sigri Grindvíkinga.

 

Einnig átti Hildur Sigurðardóttir góðan leik fyrir Grindavík þar sem

hún skoraði 13 stig ,tók 10 fráköst og stal 4 boltum á aðeins 23 mínútum.

 

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024