Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með tap fyrir norðan
Sunnudagur 24. september 2017 kl. 16:03

Grindvíkingar með tap fyrir norðan

Grindavík tapaði 2-1 fyrir KA í Pepsi- deild karla í knattspyrnu í dag. Markmaður Grindavíkur varði víti á 3. mínútu leiksins, KA menn skoruðu tvö mörk á fjórum mínútum og stóðu leikar 2-0 í hálfleik. Grindvíkingurinn Simon Smidt skoraði fyrir Grindavík á 51. mínútu leiksins.

Markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason fékk nokkur góð færi í leiknum en tókst ekki að skora. Ein umferð er eftir í Pepsi-deild karla og fá Grindvíkingar Fjölnir í heimsókn til sín næsta laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024