Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með sterkan sigur gegn Stólunum
Mánudagur 6. mars 2017 kl. 09:32

Grindvíkingar með sterkan sigur gegn Stólunum

Rosaleg flautukarfa frá Degi

Grindvíkingar lögðu Tindastól með þriggja stiga körfu frá Degi Kár Jónssyni á lokasekúndum, þegar liðin áttust við í Domino's deild karla í körfubolta á Sauðárkróki. Niðurstaðan 98:101 sigur og Grindvíkingar áfram í fjórða sæti deildarinnar.

Heimamenn í Tindastól byrjuðu talsvert betur og leiddu 32:24 eftir fyrsta leikhluta. Grindvíkingar rönkuðu við sér og löguðu stöðuna í 50:48 fyrir hálfleik. Heimamenn voru svo skrefinu á undan allt þar til í lokin þegar Grindvíkingar náðu yfirhöndinni. Tindastólsmenn jöfnuðu leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Dagur Kár fékk þá boltann, brunaði fram og rétt náði að sleppa boltanum áður en flautan gall. Boltinn rataði í spjaldið og þaðan í netið. Ótrúleg karfa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Körfuna má sjá hér að neðan eða á Vísi.is