Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með sigur í Vesturbænum
Mánudagur 4. nóvember 2013 kl. 09:56

Grindvíkingar með sigur í Vesturbænum

Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu KR á útivelli í Dominos-deild kvenna í gær. Munurinn á liðunum var 10 undir lokin, 69-79, en Grindvíkingar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn. Eftir leikinn eru Grindvíkingar í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir grönnum sínum úr Keflavík. Stigahæst í liði Grindavíkur var María Ben Erlingsdóttir með 22 stig og 11 fráköst. Pálína skilaði á öllum vígstöðum en hún var með 22 stig, 15 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Hér að neðan má sjá tölfræði úr leiknum.

KR-Grindavík 69-79 (16-25, 18-18, 15-19, 20-17)

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 22/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Lauren Oosdyke 18/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4, Marín Rós Karlsdóttir 2, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0/6 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024