Grindvíkingar með sigur á Haukum
Lið Grindavíkur mætti Haukum í Domino´s deild karla í körfu í Grindavík í kvöld. Leiknum lauk með sigri Grindvíkinga 90-80 og unnu þeir þar með sinn annan leik í deildinni en í kvöld fóru fram leikir í 2. Umferð Domino´s deildarinnar.
Ingvi Þór Guðmundsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 18 stig, þar á eftir kom Rashad Whack með 16 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 11 stig, var með 7 fráköst og 3 varin skot.