Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með sigur á Fram
Sigurður Bjartur Hallsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann er markahæstur Grindvíkinga með sjö mörk. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 21. september 2020 kl. 21:03

Grindvíkingar með sigur á Fram

Grindavík gerði góða ferð til Reykjavíkur í kvöld þar sem þeir léku gegn Fram í Lengjudeild karla. Grindvíkingar komust yfir eftir hálftíma leik og voru nánast í nauðvörn eftir það. Fram jafnaði leikinn en Grindavík náði að stela sigrinum í uppbótartíma.

Fram byrjaði leikinn betur en það voru samt Grindvíkingar sem skoruðu fyrsta markið (32'), gegn gangi leiksins og með sínu fyrsta skoti á mark Framara. Þar var að verki Aron Jóhannsson eftir góðan undirbúning Guðmundar Magnússonar. Staðan í hálfleik 1:0 fyrir Grindavík.

Fram náði að jafn leikinn snemma í seinni hálfeik (50') og eftir því sem leið á síðari hálfleik þyngdist sókn þeirra stöðugt. Grindvíkingar vörðust vel og Vladan Docadovic, markvörður þeirra, varði nokkrum sinnum ágætlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma dökknaði heldur útlitið fyrir Grindavík en þá fékk Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði, sitt annað gula spjald í leiknum og Grindvíkingar því einum færri en á 87. mínútu misti Fram mann af velli með sitt annað gula spjald og því jafnt í liðum á ný.

Framarar áttu nokkur stórhættuleg dauðafæri sem þeir náðu ekki að nýta og Grindvíkingar refsuðu þeim grimmilega fyrir það. Á 3. mínútu uppbótartíma átti Sigurður Bjartur Hallsson skot sem markvörður Fram varði en Sigurður náði frákastinu og kom boltanum í netið.

Loksins datt eitthvað með Grindavík sem er komið í sjötta sæti Lengudeildarinnar, stigi á eftir Þór og ÍBV en hafa spilað einum leik færra.