Grindvíkingar með nýjan Kana
Morgunblaðið segir frá því á vefsíðu sinni í dag að körfuknattleikslið Grindavíkur hafi sótt um leikheimild fyrir Bandaríkjamanninn Anthony Jones sem er 1,93 metrar á hæð og leikur sem bakvörður. Jones er 27 ára gamall og hefur leikið undanfarin tvö ár í Svíþjóð, en var látinn fara frá félagi sínu 27. febrúar vegna agabrota.
Jones var talinn vera í hópi bestu leikmanna sænska boltans og margir telja jafnvel að hann hafi verið besti varnarmaðurinn í úrvalsdeildinni þar í landi.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Grindvíkingarnir Páll Axel Vilbergsson og Guðmundur Bragason sagt upp launasamningum sínum við Grindvíkinga til þess að gera liðinu kleift að fá liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina um miðjan marsmánuð, án þess að rjúfa launaþakið sem komið var á síðasta sumar. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur einnig sagt upp launasamningi sínum við félagið en hann er meiddur og verður líklega ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Í herbúðum Grindavíkur eru fyrir tveir Bandaríkjamenn, Darrel Lewis sem lék með liðinu í fyrra og Jackie Rogers.
Jones var talinn vera í hópi bestu leikmanna sænska boltans og margir telja jafnvel að hann hafi verið besti varnarmaðurinn í úrvalsdeildinni þar í landi.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Grindvíkingarnir Páll Axel Vilbergsson og Guðmundur Bragason sagt upp launasamningum sínum við Grindvíkinga til þess að gera liðinu kleift að fá liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina um miðjan marsmánuð, án þess að rjúfa launaþakið sem komið var á síðasta sumar. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur einnig sagt upp launasamningi sínum við félagið en hann er meiddur og verður líklega ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Í herbúðum Grindavíkur eru fyrir tveir Bandaríkjamenn, Darrel Lewis sem lék með liðinu í fyrra og Jackie Rogers.