Grindvíkingar með góðan sigur í Njarðvík
Þorleifur lét rigna þristum
Grindvíkingar sóttu góðan útisigur í Ljónagryfjunna í kvöld þegar þeir heimsóttu Njarðvíkinga í Domino's deild karla í körfubolta. Lokaniðurstaða leiksins 79-90 í tvískiptum leik, Njarðvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, en bikarmeistararnir nýbökuðu sýndu klærnar í þeim seinni.
Njarðvíkingar leiddu í hálfleik 41-38 og var allt útlit fyrir spennandi leik. Þríeykið öfluga hjá Njarðvík, Logi, Elvar og Tracy Smith sáu um stigaskorunina hjá heimamönnum í fyrri hálfleik en enginn annar leikmaður liðsins komast á blað áður en liðin gengu til búningsklefa.
Grindvíkingar mætt einbeittir og hrikalega öflugir til seinni hálfleiks. Þeir komust yfir og leiddu með átta stigum fyrir lokaleikhlutann. Þeir héldu uppteknum hætti og juku muninn enn frekar þegar fjórði leikhluti hófst, en mestur varð munurinn 19 stig bikarmeisturunum í vil. Njarðvíkingar náðu örlítið að rétta úr kútnum en Grindvíkingar fögnuðu sigri eins og áður segir. Hjá þeim gulklæddu var Þorleifur Ólafsson sjóðheitur en hann skoraði úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
Tölfræðin:
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 24/5 stoðsendingar, Tracy Smith Jr. 23/13 fráköst, Logi Gunnarsson 16/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 5/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 3, Ágúst Orrason 0/5 fráköst, Atli Karl Sigurbjartsson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0, Egill Jónasson 0/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Guðnason 0.
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 26, Earnest Lewis Clinch Jr. 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/9 fráköst/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 16/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 6/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 0/4 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.