Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með góðan sigur á Valskonum
Charisse Fairley var meðal bestu manna á vellinum í gær. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 9. október 2023 kl. 09:11

Grindvíkingar með góðan sigur á Valskonum

Keflavík átti ekki í vandræðum með Blika

Grindavík og Keflavík halda áfram sigurgöngu sinni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Grindavík vann góðan sigur á Val í gær á meðan Keflvíkingar unnu Breiðablik.

Grindavík - Valur 91:83

Grindvíkingar lögðu grunninn að góðum sigri með frábærum þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik (40:41 í hálfleik). Grindavík náði níu stiga forystu í þriðja hluta (68:60) og lét hana ekki eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Charisse Fairley var með 22 stig, fimm fráköst og tvær stoðsendingar, Eve Braslis 20/3/1, Danielle Rodriguez 19/9/11, Hulda Björk Ólafsdóttir 14/5/3.

Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst Keflvíkinga.

Breiðablik - Keflavík 72:102

Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu í gær þegar þær sóttu Blika heim. Keflavík hafði tíu stiga forystu (15:25) eftir fyrsta leikhluta og jók forystuna eftir því sem leið á leikinn.

Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 21 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 16/3/1, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 12/1/0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 10/9/2.