Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með enn eitt tapið
Miðvikudagur 13. júlí 2011 kl. 09:08

Grindvíkingar með enn eitt tapið

Grindavíkurstúlkur máttu sætta sig við enn eitt tapið í Pepsi-deild kvenna í gær þegar þær fengu Fylki í heimsókn en lokatölur urðu 1-3 fyrir gestina.

Grindavík komst reyndar yfir eftir stundarfjórðung með marki frá Dernelle Mascall en lengra komust þær gulklæddu ekki. Fylkir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og svo eitt 20 mínútum fyrir leikslok.

Eftir 9 umferðir eru Grindvíkingar á botni deildarinnar með aðeins 1 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024