Grindvíkingar með bandarískan framherja til reynslu
Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfuknattleik karla hefur fengið Jackie Rogers, bandarískan framherja til reynslu og verður hann í leikmannahóp liðsins sem mætir KR á útivelli annað kvöld. Jackie Rogers er 24 ára gamall, um 2 metrar á hæð og lék áður með liði í Argentínu. Rogers lék með University of Massachussets háskólaliðinu á sínum tíma.