Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar mæta Stjörnumönnum
Lewis Clinch var magnaður í sókn og vörn í gær. Mynd Karfan.is
Mánudagur 27. mars 2017 kl. 09:14

Grindvíkingar mæta Stjörnumönnum

Unnu Þórsara í oddaleik á heimavelli

Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit í Domino's deild karla í körfubolta, eftir 93:82 sigur gegn Þórsurum á heimavelli sínum í gær. Grindvíkingar voru með undirtökin í leiknum og var sigur þeirra verðskuldaður. Lewis Clinch átti stórleik, skoraði 30 stig, tók 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá þeim gulu. Grindvíkingar munu mæta sterkum Stjörnumönnum sem sópuðu ÍR úr 8-liða úrslitum.

Grindvíkingar voru 15 stigum yfir í hálfleik og virtust hugraðir í sigur. Baráttan til fyrirmyndar þar sem þeir skutluðu sér á eftir lausum boltum og sóttu grimmt í sóknarfráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í upphafi 4. leikhluta minnkuðu Þórsarar hins vegar muninn í 5 stig og lokaspretturinn virtist ætla að verða æsispennandi. Grindvíkingar áttu hins vegar svör við aðgerðum Þórsara og unnu sér inn sæti í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2014.

Grindavík-Þór Þ. 93-82 (26-21, 25-15, 16-19, 26-27)

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 30/9 fráköst/10 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 12/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Dagur Kár Jónsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/13 fráköst, Hamid Dicko 4, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0.

Þór Þ.: Tobin Carberry 28/7 fráköst/8 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 15/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Grétar Ingi Erlendsson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0.
Dómarar: