Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar losa sig við tvo leikmenn
Mánudagur 28. maí 2012 kl. 23:09

Grindvíkingar losa sig við tvo leikmenn



Grindvíkingar hafa ákveðið að senda Gavin Morrison og Jordan Edridge heim á leið en frá þessu var greint á vefsíðunni fótbolti.net.

,,Þeir eru búnir að fá tilkynningu um það að við hofum ekki not fyrir þá. Þeir voru bara ekki nógu sterkir, við erum að leita að stuðning en ekki breidd. Við erum ekki í neinni góðgerðarstarfsemi. Þetta snýst um að ná í stig," sagði Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Fótbolta.net.

Gavin Morrison er 22 ára gamall miðjumaður en hann kom til Grindvíkinga frá Inverness fyrir mót. Gavin skoraði eitt mark í fyrstu fimm leikjum sumarsins en hann var í byrjunarliðinu í síðasta leik gegn Selfyssingum.

Jordan kom til Grindavíkur frá Colchester í síðasta mánuði. Hann lék samtals þrjá leiki með Grindvíkingum og var ónotaður varamaður í síðasta leik gegn Selfyssingum.

Jónas segir að þrátt fyrir brotthvarf Gavin og Jordan séu Grindvíkingar ennþá með 22 manna leikmannahóp.

,,Við eigum leikmenn inni eins og Paul McShane, Magnús (Björgvinsson) og Hafþór Ægi (Vilhjálmsson) sem eru að koma úr meiðslum. Paul og Hafþór eru komnir á fulla ferð og Maggi fer að koma."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024