Grindvíkingar leika við Fylki í kvöld
Grindvíkingar heimsækja Fylkismenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld í Árbæinn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Báðum liðunum hefur verið spáð mikilli velgengni í sumar og má því búast við hörku leik.Það er annars að frétta úr herbúðum Grindvíkinga að þeir hafa orðið fyrir miklu áfalli þar sem Grétar Hjartarson er meiddur og verður eflaust frá í mánuð. Það er ekki gott þar sem sóknarleikur liðsins er nú ekki beint beysinn án hans og hefur það heyrst úr herbúðum Grindvíkinga að hugsanlega geti verið leitað út fyrir landsteinana eftir liðstyrk. Það verður þó að koma í ljós en Grindavík leikur án Grétars í kvöld, svo mikið er víst.