Grindvíkingar leika oddaleik um sæti í úrvalsdeild
Grindavíkurstúlkur eygja möguleika á því að komast upp í úrvalsdeild í körfuboltanum en þessa stundina há þær einvígi við KFÍ um sætið sem í boði er. Staðan í einvígi þeirra er 1-1 eftir að Ísfirðingar sigruðu heimaleik sinn 54-48 í gær. Hreinn úrslitaleikur fer svo fram á morgun í Grindavík en þá verður ljóst hvort liðið verður í röð þeirra efstu að ári.
Berglind Anna Magnúsdóttir gerði 15 stig og tók 10 fráköst í liði Grindavíkur í leiknum í gær en hjá KFÍ var Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir með 15 stig og 6 fráköst.