Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar langt frá sigri í kvöld
Ólöf Rún Óladóttir sækir á körfuna í Grindavík.
Fimmtudagur 9. nóvember 2017 kl. 01:17

Grindvíkingar langt frá sigri í kvöld

-Embla Kristínardóttir ekki í hóp vegna landsliðsins

Grindvíkingar heimsóttu KR-inga í kvöld í 1. deild kvenna í körfubolta. Grindvíkingar þurftu að játa sig sigraða en lokatölur leiksins voru 92-57.

Stigahæst í liði Grindavíkur var þjálfarinn og leikmaðurinn Angela Rodriquez en hún var með 31 stig af 57 stigum liðsins og 6 fráköst. Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir var svo með 8 stig og Ólöf Rún Óladóttir með 8 stig og 4 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Embla Kristínardóttir lék ekki með liðinu í kvöld sökum landsliðsæfinga, en íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í undankeppni EuroBasket á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag.

Tap Grindvíkinga var það annað í röð en þann 12. nóvember næstkomandi mætir Hamar til leiks til Grindavík.