Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar lágu í markasúpu
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 22:19

Grindvíkingar lágu í markasúpu

Grindvíkingar sáu aldrei til sólar gegn FH-ingum í kvöld í Pepsi-deild karla þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Lokatölur leiksins urðu 7-2 FH í vil og Grindavík færðist við tapið niður í fallsæti.

FH skoraði mark eftir aðeins 2 mínútur og eftir það eru Grindvíkingar slegnir út af laginu. Eftir rúmlega 30 mínútur hafa FH-ingar bætt við tveimur mörkum og staðan orðin svört fyrir Grindvíkinga, 3-0.

Scott Ramsey klórar í bakkann fyrir Suðurnesjamenn með marki en þeir eru slegnir með blautri tusku í andlitið skömmu síðar þegar Ólafur Páll Snorrason skorar 2 mörk á innan við mínútu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan því 5-1 í leikhlé FH í vil.

Grindvíkingar gerðu breytingar í hálfleik en þær dugðu skammt því FH hélt áfram að skora. Eftir 60 mínútur skorar Atli Viðar Björnsson sitt þriðja mark í leiknum og Hólmar Örn Rúnarsson undirstrikar svo yfirburði FH skömmu síðar með laglegu marki.

Magnús Björgvinsson skoraði svo mark fyrir Grindavík þegar 20 mínútur eru eftir en það var einfaldlega of lítið og of seint.

Mynd: Scott Ramsey og félagar í Grindavík vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024