Grindvíkingar lágu heima gegn Haukum
Grindvíkingar töpuðu með 19 stiga mun, 59-78 þegar Haukar komu í heimsókn í Mustad höllina í Domino's deild kvenna í dag. Whitney Frazier var atkvæðamest Grindvíkinga með 17 stig og Petrúnella Skúladóttir sneri aftur eftir erfið meiðsli og skoraði 12 stig. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á efrtir Haukum og Snæfelli.