Laugardagur 16. júní 2012 kl. 16:46
Grindvíkingar lágu gegn Blikum
Breiðablik vann 2-0 sigur á Grindavík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Markalaust var í hálfleik, en þegar fimmtán mínútur voru eftir kom Rafn Andri Haraldsson heimamönnum yfir og þá bætti Guðmundur Pétursson við öðru marki undir lokin.