Grindvíkingar kvöddu deildina með sigri
Grindvíkingar lokuðu tímabilinu með sigri á Stjörnunni og kvöddu þannig Domino’s deild kvenna að sinni. Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í vetur en meiðsli og vandræði með erlenda leikmenn hafa hrjáð liðið.
Grindvíkingar voru betri á öllum sviðum og lönduðu 53:76 útisigri gegn Stjörnustúlkum sem eru á leið í úrslitakeppni. Munurinn var níu stig í hálfleik, Grindavík í vil og þannig hélst staðan nokkurn veginn til leiksloka. Ingunn Embla fór fyrir Grindvíkingum með 19 stig (5 af 6 í þristum) en Rodriguez skoraði 15.
Stjarnan-Grindavík 53-67 (20-24, 10-15, 12-15, 11-13)
Grindavík: Ingunn Embla Kristínardóttir 19/5 fráköst, Angela Marie Rodriguez 15/5 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/10 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 8/6 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 6, Hrund Skúladóttir 5, Arna Sif Elíasdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Vigdís María Þórhallsdóttir 0, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0.