Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar komnir í undanúrslit
Þriðjudagur 22. nóvember 2011 kl. 09:42

Grindvíkingar komnir í undanúrslit

Fjölnir tók á móti Grindavík í Lengjubikar karla í gærkvöldi, á köflum gerðu Fjölnismenn sig líklega til þess verða fyrsta liðið á leiktíðinni til að leggja Grindavík að velli en svo varð ekki þetta kvöldið, lokatölur 78-83 í Dalhúsum þar sem Giordan Watson gerði 19 stig í liði Grindavíkur og Calvin O´Neal gerði 30 stig í liði Fjölnis.

Grindvíkingar voru mun betri aðilinn á báðum endum vallarins í fyrri hálfleik, þökk sé þeim félögum Nathan Walkup og Calvin O´Neal var munurinn ekki meiri en 10 stig í hálfleik. Fjölnir náði í öðrum leikhluta að minnka muninn mest niður í tvö stig en staðan varð þó 38-48 Grindavík í vil í leikhléi þar sem Calvin O´Neal var með 18 stig hjá Fjölni og Giordan Watson 15 hjá Grindavík.

Heimamenn í Fjölni mættu grimmir inn í síðari hálfleik og náðu 8-0 áhlaupi og Björgvin Hafþór Ríkharðsson bauð á frábæra vörn, m.a. nokkur ,,fullorðins“ blokk á ferðinni. Fjölnismenn náðu forystunni með góðri baráttu og leiddu 58-57 fyrir fjórða og síðasta leikhluta og unnu því þriðja leikhluta 20-9.

Þegar um fimm mínútur voru til leiksloka sveiflaðist meðbyrinn í fang Grindvíkinga þegar Nathan Walkup fékk dæmt á sig tæknivíti, Grindvíkingar skoruðu úr vítunum og aftur eftir innkastið og komust í 67-73. Fjölnismenn voru þó ekki af baki dottnir og voru ansi líklegir en sterkir Grindvíkingar hafa ekki lagt það í vana sinn þetta tímabilið að tapa leikjum og á því varð engin undanteknin í kvöld og lokatölur 78-83.

Stigin:

Fjölnir: Calvin O'Neal 30/9 fráköst, Nathan Walkup 20/9 fráköst, Árni Ragnarsson 15/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/4 fráköst, Jón Sverrisson 2/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Hjalti Vilhjálmsson 0, Gústav Davíðsson 0, Trausti Eiríksson 0, Tómas Daði Bessason 0, Haukur Sverrisson 0.

Grindavík: Giordan Watson 19, J'Nathan Bullock 18/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 7/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 4, Þorsteinn Finnbogason 3, Ómar Örn Sævarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.



Umfjöllun – Tomasz Kolodziejski – [email protected] 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024