Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar komnir í fallsæti eftir tap í Eyjum
Þriðjudagur 2. júní 2009 kl. 12:45

Grindvíkingar komnir í fallsæti eftir tap í Eyjum

Grindvíkingar gerðu ekki góða ferð til Vestmannaeyja í gærkvöldi en þar töpuðu þeir 3-1 fyrir ÍBV á Hásteinsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Bæði þessi lið unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð og því var leikurinn mjög mikilvægur uppá framhaldið.

Heimamenn komust yfir með marki Gauta Þorvarðarsonar á 22. mínútu leiksins en hann afgreiddi boltann snyrtilega og átti Óskar Pétursson í marki Grindavíkur ekki möguleika á að verja. Bæði lið sköpuðu sér góð færi en boltinn vildi ekki inn fyrr en Ajay Leigh-Smith kom ÍBV í 2-0 á 66. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir þetta lögðu Grindvíkingar allt kapp á sóknarleikinn og uppskáru vítaspyrnu á 87. mínútu sem Gilles Mbang Ondu skoraði úr. Grindvíkingar færðu sig þá enn framar og freistuðu þess að ná stigi, en Eyjamenn tryggðu sér sigurinn með marki í blálokinn og gerðu út um leikinn.

Grindvíkingar eru í 11. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sex umferðir og eru í fallsæti. Þeir eru hins vegar með jafn mörg stig og Fjölnir sem er í 10. sæti. Núna mun fara í hönd tveggja vikna landsleikjahlé og munu Grindvíkngar án efa nýta sér það til að þétta varnarleikinn. Liðið er búið að fá á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 15 mörk og það er eitthvað sem þeir gulklæddu verða að laga. Næsti Leikur liðsins er á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH en leikið er 14. júní.

VF-MYND/JJK: Gilles Mbang Ondo skoraði sitt annað mark fyrir Grindavík í sumar á Hásteinsvelli í gær.