Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar komnir í fallbaráttu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl. 10:42

Grindvíkingar komnir í fallbaráttu

Grindvíkingar hafa heldur betur misst flugið í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu og eru nú í fallsæti eftir tap á útivelli 2:1 gegn Fylki í Árbænum í gærkvöldi.

Fylkismenn komust í 2:0 og Grindvíkingar náðu ekki að skora nema eitt mark og það kom í uppbótartíma en þá skallaði Sigurjón Rúnarsson í netið af stuttu færi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar, sem byrjuðu deildina af krafti, hafa unnið 3 leiki en þeir hafa gert 8 jafntefli og tapað 5 leikjum. Þeim hefur gengið afleitlega að undanförnu og eru með 17 stig í næst neðsta sæti en KA og Víkingur eru með 19 stig. Það er því erfið botnbarátta framundan.