Grindvíkingar komnir áfram
Grindvíkingar luku einvíginu við ÍR í undanúrslitum úrvaldsdeilar karla með sigri í Seljaskóla í kvöld, 85 – 71.
Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur í fyrri hálfleik, Grindavík byrjaði vel og hafði yfirhöndina í lok fyrsta fjórðungs, 29-14.
ÍR-ingar komust vel inn í leikinn í öðrum fjórðungi og söxuðu á forskot Grindvíkinga. Aðeins fjögur stig skildu liðin að í hálfleik.
En spennan sem virtist vera kominn í leikinn hvarf óðum í þriðja leikhluta þar sem Grindavíkurliðið fór hamförum og var komið með 17 stiga forystu í lok þriðja fjórðungs. Segja má úrslit leiksins hafi þá verið ráðin.
Nick Bradford og Páll Axel voru með 21 stig hvor í leiknum fyrir Grindavík og Þorleifur Ólafsson átján.
---
Mynd: www.karfan.is