Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar jöfnuðu í lokin
Sunnudagur 11. september 2011 kl. 19:27

Grindvíkingar jöfnuðu í lokin

Grindvíkingar tóku á móti Stjörnunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á heimavelli sínum og náðu í stig þegar Magnús Björgvinsson jafnaði metin í blálokin en lokatölur urðu 2-2.

Jóhann Laxdal skoraði á 6. mínútu og kom gestunum yfir en Scott Ramsay jafnaði með glæsilegu marki strax á 13. mínútu.

Rétt fyrir hálfleik var dæmt víti á Grindvíkinga þegar boltinn virtist fara í hendi á varnarmanni þeirra og Halldór Orri Björnsson skoraði af öryggi úr spyrnunni. Rétt fyrir leikslok jafnaði svo Magnús Björgvinsson þegar hann laumaði boltanum framhjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar.



VF-Myndir Eyþór Sæmundsson: Mark Magnúsar tryggði Grindvíkingum stigið í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024