Grindvíkingar í vandræðum gegn Stjörnunni

Grindvíkingar áttu lítið í besta körfuboltalið landsins um þessar mundir, Stjörnuna í leik liðanna í Garðbæ í gærkvöldi í Domino’s deild karla. Lokatölur urðu 91-73.

Ólafur Ólafsson átti góðan leik og skoraði mest Grindvíkinga, 24 stig. Grindvíkingar eru í 7.-8. Sæti deildarinnar og munu mæta annað hvort Stjörnunni eða Njarðvík í úrslitakeppninni. 

Stjarnan-Grindavík 91-73 (27-19, 22-17, 21-15, 21-22)

Grindavík: Ólafur Ólafsson 24/6 fráköst, Jordy Kuiper 17/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 10, Lewis Clinch Jr. 8/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 5, Ingvi Þór Guðmundsson 4, Hilmir Kristjánsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2/4 fráköst.