Laugardagur 21. janúar 2006 kl. 23:37
Grindvíkingar í undanúrslit
Grindvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lýsingarbikarsins í körfuknattleik með útisigri á Hamri/Selfoss í kvöld, 74-97.
Hinir leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram á morgun, sunnudag, en þá sækja Keflvíkingar KR heim og Njarðvík mætir Snæfelli á útivelli.