Grindvíkingar í Þýskalandi
Grindvíkingar eru staddir í Þýskalandi um þessar mundir í æfingaferð sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir komandi átök í Iceland Express deildinni á upprennandi leiktíð. Grindvíkingar munu leika fjóra leiki ytra og hafa þegar lokið tveimur leikjum.
Fyrst mættu Grindvíkingar VFG Giessen sem er dótturfélaga Giessen 46ers sem Logi Gunnarsson lék með í Þýskalandi. Leiknum lauk með 74-61 sigri Grindvíkinga. Annar leikurinn var gegn TV Langen og höfðu Grindvíkingar 106-87 sigur.
Í kvöld mæta Grindvíkingar ASC Mainz og Lich á morgun en bæði þessi lið leika í suðurriðli þýsku 2. deildar þar sem fyrir er Bayreuth, liðið sem Logi Gunnarsson lék með á síðustu leiktíð.
Fyrst mættu Grindvíkingar VFG Giessen sem er dótturfélaga Giessen 46ers sem Logi Gunnarsson lék með í Þýskalandi. Leiknum lauk með 74-61 sigri Grindvíkinga. Annar leikurinn var gegn TV Langen og höfðu Grindvíkingar 106-87 sigur.
Í kvöld mæta Grindvíkingar ASC Mainz og Lich á morgun en bæði þessi lið leika í suðurriðli þýsku 2. deildar þar sem fyrir er Bayreuth, liðið sem Logi Gunnarsson lék með á síðustu leiktíð.