Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar í sumarfrí - úrslitaleikur hjá Njarðvík
Ólafur Ólafs og félagar hans í Grindavík eru komnir í sumarfrí. VF-mynd/hilmarbragi.
Laugardagur 30. mars 2019 kl. 11:30

Grindvíkingar í sumarfrí - úrslitaleikur hjá Njarðvík

Grindvíkingar eru dottnir út en Njarðvíkingar eiga fyrir höndum úrslitaleik í Domino’s deildinni í körfubolta karla. Grindavík datt út 1-3 fyrir Stjörnunni og staðan hjá Njarðvík og ÍR er 2-2.

Grindvíkingar töpuðu 76-83 á heimavelli í fjórða leik liðanna. Heimamenn voru með forystu allan fyrri hálfleik en í síðari hálfleik settu deildarmeistararnir í fjórða gír og sýndu mátt sinn og megin. Einvígið 1-4 fyrir Stjörnuna.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 21/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 13/5 fráköst, Jordy Kuiper 12/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/9 fráköst, Johann Arni Olafsson 6, Jóhann Dagur Bjarnason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.

Njarðvíkingar töpuðu sl. mánudag fyrir ÍR í þriða leik liðanna en UMFN vann fyrstu tvo leikina sannfærandi. ÍR-ingar hafa svo sannarlega komið til baka í viðureigninni og unnið næstu tvo, þennan fjórða leik 87-79. Liðin þurfa því að eigast við í hreinum úrslitaleik sem verður í Ljónagryfjunni á mánudagskvöld.

Njarðvík: Jeb Ivey 20, Elvar Már Friðriksson 19/9 fráköst, Logi  Gunnarsson 15, Mario Matasovic 12/11 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/4 fráköst, Eric Katenda 2/4 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Kristinn Pálsson 0, Maciek Stanislav Baginski 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024