Grindvíkingar í lykilaðstöðu
Grindavík er öruggt í úrslitakeppnina en enn óvíst hvort sjöunda eða áttunda sætið verður hlutskipti þeirra. Grindvíkingar eru að berjast við Borgarnes um 7 sætið í deildinni. Þeir fá Njarðvíkinga í heimsókn á meðan Borgnesingar heimsækja Hveragerði. Sigri Grindvíkingar ná þeir ekki aðeins 50% vinningshlutfalli í deildinni og 7. sætinu heldur tryggja þeir KR-ingum deildarmeistaratitilinn. Tapi þeir aftur á móti en Borgarnes vinnur Hamar þá leika þeir gegn Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Keflvíkingar eiga harma að hefna í síðasta leik liðsins á heimavelli í deildinni því sár eru stigin sem töpuðust á Ísafirði skömmu fyrir jól. Allir leikirnir hefjast kl. 20.