Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar í Hólminn í kvöld
Fimmtudagur 10. apríl 2008 kl. 11:44

Grindvíkingar í Hólminn í kvöld

Grindavík og Snæfell mætast í sínum öðrum undanúrslitaleik í Iceland Express deild karla kl. 19:15 í Stykkishólmi í kvöld. Staðan í einvíginu er 1-0 Snæfell í vil sem unnu nauman 94-97 sigur í Röstinni í fyrsta leik liðanna.
 
Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu á lokasprettinum í fyrsta leiknum sem var ekki sá áferðafallegasti sem sést hefur í Grindavík þessa leiktíðina. Þó var hart barist og von er á að slíkt hið sama verði á boðstólunum í Stykkishólmi í kvöld.
 
VF-Mynd/ [email protected] Þorleifur Ólafsson hefur átt betri leiki en hann sýndi í fyrsta leiknum gegn Snæfell og það er mikilvægt fyrir gula að hann nái sér á strik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024