Grindvíkingar í fallsæti
Slæmt gengi Grindvíkinga heldur áfram í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið tapaði sínum fjórða leik í sumar gegn Haukum um helgina. Lokatölur urðu 1-0 en leikið var í Hafnarfirði.
Grindvíkingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sex leiki. Eini sigur liðsins í sumar kom 17. maí gegn Skagamönnum á heimavelli. Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Bí/Bolungarvík fyrir vestan á morgun, en þeim leik var frestað á sínum tíma.