Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar í bikarúrslit
Mánudagur 3. febrúar 2014 kl. 21:19

Grindvíkingar í bikarúrslit

Grindvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum karla í körfubolta í kvöld með góðum sigri gegn Þórsurum. Leikurinn fór fram í Grindavík og lauk honum með 93-84 sigri Íslandsmeistaranna. Grindvíkingar byrjuðu af krafti og leiddu 32-19 eftir fyrsta leikhluta. Allt virtist stefna í stórsigur en Þórsarar voru ekki á þeim buxunum. Gestirnir minnkuðu muninn í næstu tveimur leikhlutum og hleyptu spennu í leikinn. Að lokum sýndu Grindvíkingar þó styrk sinn og höfðu níu stiga sigur.

Grindvíkingar leika gegn ÍR-ingum í úrslitum en leikurinn fer fram síðar í febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Þór Þ. 93-84
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/11 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 23/13 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 19/16 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 11/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Kjartan Helgi  Steinþórsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.