Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar í bikarúrslit
Mánudagur 3. febrúar 2014 kl. 21:19

Grindvíkingar í bikarúrslit

Grindvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum karla í körfubolta í kvöld með góðum sigri gegn Þórsurum. Leikurinn fór fram í Grindavík og lauk honum með 93-84 sigri Íslandsmeistaranna. Grindvíkingar byrjuðu af krafti og leiddu 32-19 eftir fyrsta leikhluta. Allt virtist stefna í stórsigur en Þórsarar voru ekki á þeim buxunum. Gestirnir minnkuðu muninn í næstu tveimur leikhlutum og hleyptu spennu í leikinn. Að lokum sýndu Grindvíkingar þó styrk sinn og höfðu níu stiga sigur.

Grindvíkingar leika gegn ÍR-ingum í úrslitum en leikurinn fer fram síðar í febrúar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Grindavík-Þór Þ. 93-84
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/11 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 23/13 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 19/16 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 11/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Kjartan Helgi  Steinþórsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.

VF jól 25
VF jól 25