Grindvíkingar í 2. sæti - Hvað gerist hjá Keflavík?
Keflvíkingar gerðu jafntefli við Þór Ak. og Grindavík tapaði fyrir KR fyrir norðan í næstu síðustu umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu.
Keflvíkingar komust í 2-0 með mörkum Harðar Sveinssonar á 20. og 29. mínútu. Gestirnir jöfnuðu hins vegar muninn í síðari hálfleik með mörkum Gunnars Ö. Stefánssonar á 64. og 68. mín. Lokatölur 2-2.
Grindvíkingar töpuðu gegm KA í toppslag tveggja efstu liðanna en Suðurnesjaliðið var á undan að skora og leiddi 0-1 í hálfleik. KA skoraði hins vegar tvisvar í síðari hálfleik. Grindavík þurfti nauðsynlega að sigra í þessum leik til að eiga möguleika á efstu sæti deildarinnar en sigur norðanmanna tryggði þeim sigur í Inkasso-deildinni.
All nokkur umræða hefur verið meðal stuðningsmanna Keflvíkinga sem eru ekki sáttir með gang mál í sumar. Þó liðið hafi ekki tapað mörgum leikjum hafa tíu jafntefli gert það að verkum að liðið hefur þurft að horfa á Grindavík og KA fyrir ofan sig í allt sumar. Vitað er að nokkrir lykilmanna liðsins sem flestir eru komnir á aldur eru að hætta en þeir hafa borið uppi leik liðsins í sumar. Nokkur gagnrýni hefur heyrst af hverju þjálfarinn hafi ekki gefið yngri leikmönnum næg tækifæri, ekki einu sinni eftir að ljóst var að liðið átti ekki möguleika á að komast upp í efstu deild.