Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar hafa ekki tapað síðan 12. júní
Fimmtudagur 25. ágúst 2016 kl. 09:43

Grindvíkingar hafa ekki tapað síðan 12. júní

18. umferð í Inkasso deildinni í kvöld

Í kvöld fer fram 18. umferð í Inkasso deild karla í fótbolta. Keflvíkingar fá Hauka í heimsókn á Nettóvöllinn. Þremur stigum munar á liðunum en Keflvíkingar sitja í þriðja sæti deildarinnar. Keflvíkingar sigruðu síðast leik þann 6. ágúst gegn Fjarðabyggð og þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir sér að eiga einhverja von um Pepsi deildina.

Topplið Grindvíkinga sækir Selfyssinga heim í kvöld. Grindvíkingar hafa eins stigs forystu á KA á toppnum núna þegar fimm umferðir eru eftir. Grindvíkingar eru á miklu skriði og hafa unnið síðustu fjóra leiki, en þeir hafa ekki tapað síðan 12. júní gegn HK. Hinn tapleikur liðsins í sumar kom gegn Keflvíkingum 28. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík og KA eru að stiga önnur lið af en Keflvíkingar eru tíu stigum á eftir toppliðunum. Leikir kvöldsins hefjast klukkan 18:00.