Grindvíkingar geta komist upp fyrir Keflvíkinga með sigri
Í kvöld taka Grindvíkingar á móti Víkingum, neðsta liði Pepsi-deildar karla klukkan 18:00. Grindvíkingar sitja þessa stundina í 10. sæti með átta stiga forystu á neðstu liðin, Fram og Víking. Grindvíkingar eru því ekki í beinni fallhættu eins og stendur en fari illa í kvöld þá gætu þeir sogast nær botninum og blandað sér í fallbaráttuna. Með sigri blanda Grindvíkingar sér hins vegar í miðjumoðið og geta komist upp í 7. sæti ef Breiðablik tapar sínum leik í kvöld og þar með upp fyrir Keflvíkinga, Þórsara og Blika.
Víst er að Grindvíkingar ætla sér sigur í kvöld og eru líklega fullir sjálfstrausts eftir frækinn sigur í Bítlabænum á dögunum.
Mynd/EJS: Ólafur Örn þjálfari vill líklega byggja á sigrinum gegn Keflvíkingum og koma á stöðuleika í leik Grindvíkinga.