Grindvíkingar gerðu góða ferð til Hveragerðis
Grindavíkurkonur gerðu góða ferð í Hveragerði þar sem ær báru sigurorð af Hamarskonum, í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta. Lokatölur 74-88 en gestirnir frá Grindavík náðu strax góðri forystu í fyrsta leikhluta, sem þær létu ekki af hendi. Rachel Tecca var sem fyrr atkvæðamest Grindvíkinga með 27 sig og 11 fráköst.