Íþróttir

Grindvíkingar frá hættusvæði
Föstudagur 29. ágúst 2014 kl. 09:25

Grindvíkingar frá hættusvæði

Grindvíkingar eru svo gott sem búnir að bjarga sér frá fallbaráttunni í 1. deild karla í knattspyrnu, eftir frábæran endukomu sigur á HK í gær. HK komst í 1-0 í fyrri hálfleik og tvö mörk voru einnig dæmd af þeim. Grindvíkingar virtust því eiga á brattann að sækja. Þeir gulklæddu mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og um miðjan seinni hálfleik skoruðu þeir tvö mörk á fjögurra mínútna kafla og tryggðu sér sigur. Þar voru á ferðinni þeir Óli Baldur Bjarnason og Alex Freyr Hilmarsson. Grindvíkingar fögnuðu vel í leikslok enda allt útlit fyrir að þeir séu endanlega búnir að kveða niður falldrauginn.

Staðan í deildinni

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024