Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar fögnuðu toppsætinu með stórsigri
Þriðjudagur 16. ágúst 2016 kl. 21:25

Grindvíkingar fögnuðu toppsætinu með stórsigri

Tóku Leiknismenn 0-3 á útivelli - Hafa skorað 40 mörk í sumar

Grindvíkingar komu sér vel fyrir á toppnum í 1. deild karla í fótbolta með góðum sigri á Leiknismönnum í Breiðholti í kvöld. Þeir höfðu 0-3 sigur á meðan Keflavík og KA töpuðu bæði stigum í jafnteflisleik. Grindvíkingar hafa eins stigs forskot á KA og hafa nú skoraði 40 mörk í 16 leikjum.

Það var markalaust í hálfleik en Alexander Veigar Þórarinsson kom Grindvíkingum yfir þegar síðari hálfleikur var rétt hafinn. Óli Baldur Bjarnason bætti í fyrir gestina aðeins fjórum mínútum síðar og Grindvíkingar komnir í markagírinn. Will Daniels kórónaði sigurinn með marki þegar 15 mínútur voru til leiksloka og öruggur sigur í höfn hjá Grindvíkingum sem hafa nú verið sigursælir í þremur leikjum í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024