Grindvíkingar felldir af toppnum
Grindvíkingar féllu úr toppsæti 1. deildar karla eftir 4-2 tap gegn Víkingum R. Mörk Grindvíkinga í leiknum skoraði Stefán Þór Pálsson en Grindvíkingar voru 1-2 yfir í byrjun seinni hálfleiks. Þá settu heimamenn í fimmta gír og skorðu þrjú mörk á lokasprettinum. Grindvíkingar eru eftir leikinn tveimur stigum á eftir Víkingum á toppnum eftir 12 leiki.