Mánudagur 23. apríl 2012 kl. 19:24
Grindvíkingar færðu Teiti blóm
Grindvíkingar launuðu Teiti Örlygssyni fyrir skjót og fagmannleg vinnubrögð þegar Ólafur Ólafsson meiddist í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum eins og frægt er nú orðið. Teiti var færður blómvöndur fyrir leik Grindvíkinga og Þórs og áhorfendur klöppuðu honum lof í lófa.
VF-Mynd: Páll Orri