Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar færast neðar á töflunni
Það má búast við hörkuleik um næstu helgi þegar Njarðvik og Grindavík mætast. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 26. júlí 2023 kl. 11:05

Grindvíkingar færast neðar á töflunni

Grindavík fjarlægist umspilssæti í Lengjudeild karla í knattspyrnu eftir tap fyrir Selfossi í gær. Grindvíkingar eru komnir í áttunda sæti og ef þeir halda áfram á sömu vegferð gætu þeir hæglega blandað sér í fallbaráttuna.

Selfyssingar guldu afhroð í síðustu umferð þegar þeir töpuðu 9:0 fyrir Aftureldingu en þeir náðu að rífa sig upp fyrir leikinn í gær. Grindvíkingar hins vegar eru fastir í einhverri holu en andleysi og lítið sjálfstraust virðist vera að plaga liðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrri hálfleikur var tiltölulega jafn en Grindvíkingar voru meira með boltann og Selfoss hélt sig meira til baka. Bæði lið fengu færi en Selfyssingar voru þó líklegri til að skora.

Eftir að Selfoss náði forystu í seinni hálfleik (49') tvíefldust þeir og náðu undirtökunum í leiknum. Grindavík náði ekki að ógna og Selfoss gerði endanlega út um leikinn skömmu fyrir leikslok (87').

Grindavík mæti til Njarðvíkur á laugardaginn og má búast við hörkuleik en hvorugu liði hefur gengið sem skildi í sumar. Þetta er leikurinn sem gæti snúið við gengi beggja liða – nú er að duga eða drepast.