Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar fá Kana í jólagjöf
Miðvikudagur 23. desember 2015 kl. 10:47

Grindvíkingar fá Kana í jólagjöf

Grindvíkingar hafa samið við Bandaríkjamann sem mun leika með liðinu í Domino's deild karla eftir áramót. Sá heitir Charles „Chuck“ Garcia og lék á sínum tíma með Seattle háskólanum ásamt fyrrum leikmanni Grindvíkinga Aaron Broussard. Til stóð að Garcia kæmist í NBA deildina en sá draumur varð ekki að veruleika. Síðustu misseri hefur hann flakkað um og leikið víða utan Evrópu. Garcia er stór og sterkur og binda Grindvíkingar miklar vonir við leikmanninn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024