Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar fá góðan liðsstyrk
Föstudagur 6. desember 2013 kl. 13:05

Grindvíkingar fá góðan liðsstyrk

Kjartan heim í heiðardalinn

Grindvíkingum hefur borist mikill liðsstyrkur í Dominos´s deild karla í körfubolta. Grindvíkingurinn Kjartan Helgi Steinþórsson hefur ákveðið að snúa heim í sitt uppeldisfélag en hann hefur leikið í Bandaríkjunum undanfarin ár. Kjartan er 19 ára, 196 cm hár bakvörður og mun án efa styrkja lið Grindavíkur.

Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar en þar kemur m.a. fram að Kjartan hafi ekki fundið sig í háskólaboltanum þar sem hann lék í Virginíu fylki. Lesa má nánar um það hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024